Hagnaður Kaupþings á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var undir væntingum en greiningaraðilar höfðu að meðaltali gert ráð fyrir hagnaði upp á 20,9 milljarða króna.

Greining Glitnis hafði gert ráð fyrir hagnaði upp á 32,1 milljarð króna, Landsbankinn upp tæplega 10,5 milljarða króna en Morgan Stanley hafði gert ráð fyrir hagnaði Kaupþings upp á 20,3 milljarða króna.

Þá voru hreinar rekstrartekjur Kaupþings á ársfjórðungnum 45,9 milljarðar. Meðalspá fyrrgreindra greiningaraðila gerði ráð fyrir 49,3 milljörðum.

Hér má sjá upplýsingar um uppgjör Kaupþings.