Hagnaður bresku kráakeðjunnar Mitchells & Butlers jókst um 26% milli ára. Hagnaður reikningstímabilsins sem lauk 25. september sl. var 179 milljónir punda eða um 31 milljarður króna. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista og einn af stærstu eigendum þess, var aðaleigandi Mitchells & Butlers þegar fjármálakreppan skall á. Mitchells & Butlers rekur um 1.600 krár og veitingastaði viðsvegar um Bretland.