Hagnaður Landsbanka Íslands á þriðja fjórðungi þessa árs var 8,5 milljarðar króna og var 6% yfir meðalspá greiningardeilda Glitnis og Kaupþings, sem hljóðaði upp á rúma 8 milljarða króna.  Þóknunartekjur bankans á fjórðungnum voru meiri en á nokkrum einum fjórðungi fram til þessa, en þóknunartekjur eru þó ekki alveg sambærilegar við sama fjórðung fyrir ári, þar sem breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell telst með í hálfum fjórðungnum nú.

Nánar er fjallað um afkomu Landsbankans á blaðsíðu 2 í Viðskiptablaðinu.