Hagnaður Landsbanka Íslands nam fyrir skatta nam 25 milljörðum króna samanborið við 13,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Hagnaður eftir skatta var 20,4 milljarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu til Kauphallar Íslands

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 40% á ársgrunni.

?Afkoma Landsbankans á fyrri árshelming ársins er mjög góð," segir Sigurjón Árnason, einn bankastjóra Landsbankans.

"Grunntekjur bankans hafa tvöfaldast og námu hreinar vaxtatekjur og þjónustutekjur 36,4 milljörðum króna. Fjölbreytni tekjustofna hefur aukist milli ára og námu tekjur af erlendri starfsemi 45% af heildartekjum."

Sigurjón segir það endurspegla góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins, auk þess sem hlutabréfaviðskipti bankans hafa gengið mjög vel.

?Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13% frá áramótum," segir Sigurjón.

Grunntekjur samstæðunnar (vaxtamunur og þjónustutekjur) námu 36,4 milljörðum króna og jukust um 19,4 milljarða króna á meðan rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða króna samanborið við fyrri hluta ársins 2005.

Gengismunur og fjárfestingatekjur námu 9,7 milljörðum króna samanborið við 7,7 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005.

Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45% af heildartekjum samanborið við 4,0 milljarða króna og 16% á fyrstu sex mánuðum ársins 2005.

Heildareignir bankans námu 1.811 milljörðum króna í lok júní 2006 og hafa þær aukist um 406 milljarða króna það sem af er ári.

Að miklu leyti er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 18,6 milljörðum evra í lok júní 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins.

Innlán viðskiptavina jukust um 42% á tímabilinu og námu 475 milljörðum króna í lok júní 2006. Nema innlánin 37% af heildarútlánum til viðskiptavina.

Eiginfjárhlutfall (CAD) var 15,1% í lok júní 2006. Eiginfjárþáttur A var 12,9%.