Salan hjá tískuvöru- og húsgagnaframleiðandanum Laura Ashley  var 237,6 milljónir sterlingspunda í fyrra og jókst um 5,6% frá árinu þar á undan.

Sala á húsbúnaði hjá Laura Ashley jókst um 5,5% á meðan hún dróst að meðaltali saman um 10% hjá öðrum smásölum. Sömu sögu er að segja um sölu á húsgögnum; hún dróst að meðaltali saman um 12,8% í Bretlandi í fyrra en jókst um 0,5% hjá Laura Ashley.

Að sögn Retail Week fjölgaði verslunum keðjunnar úr 189 í 208 á liðnu ári, auk þess sem ein miljón punda fór í kaup á nýju kerfi til vörustjórnunar í vörugeymslum.