Samkvæmt uppgjöri Marel [ MARL ]Food Systems hf. þriðja ársfjórðungs 2007 man sala Marel Food Systems hf. 66,1 milljón evra samanborið við 57,6 milljónir á sama tíma árið áður.  Salan jókst því um 15% á milli ára.

Rekstrarhagnaður  EBIT á þriðja ársfjórðungi 2007 var 1,8 milljónir evra sem er 2,7% af tekjum samanborið við 1,7 milljónir í fyrra.

Hlutabréf í hollenska fyrirtækinu Stork NV eru færð á reiknuðu markaðsvirði og  koma fram í 6,7 milljóna evra tapi í hlutdeildarfélagi á þriðja ársfjórðungi. Sala fyrstu níu mánuði ársins 2007 nam 210,9 milljónum evra samanborið við 136,8 milljónir  sem er um 54% aukning frá fyrra ári. Proforma vöxtur sölu á tímabilinu var um 2,7%.

Rekstrarhagnaður EBIT á tímabilinu janúar til september 2007 var 8,4 milljónir samanborið við 6,4 milljónir árið áður.  Gjaldfærður einskiptiskostnaður vegna samþættingar nam um 5 milljónum evra á fyrri hluta ársins. Rekstrarhagnaður  EBIT, fyrir einskiptiskostnað var 6,4% af sölu (13,4 milljónir) samanborið við  4,7% árið áður.

Hagnaður á tímabilinu frá janúar til september 2007 var 2,7 milljónir evra samanborið við 0,7 milljónir árið 2006.

Veltufé frá rekstri nam 11 milljónum evra samanborið við  0,7 milljónir í fyrra.Handbært fé frá rekstri nam 9,6 milljónum evra, en var neikvætt um 6,4 milljónir á sama tíma árið 2006.  Handbært fé í lok tímabilsins nam 9,2 milljónum evra og minnkaði um 40,4 milljónir frá lok júní 2007 einkum vegna kaupa á hlutafé í Stork NV.

Eigið fé nam 150,0 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 38,5% í lok september 2007.

Félagið er vel fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi ytri vöxt.

Formlegar viðræður um hugsanleg kaup félagsins á Stork Food Systems standa yfir.