Sala Marel árið 2005 nam 129 milljónum evra eða 10,1 milljarði króna sem jafngildir 14,9% aukning frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður ársins 2005 var 9,7 milljónir evra sem er 7,5% af sölutekjum samanborið við 12,1 milljónir evra árið áður. Hagnaður var 5,7 milljónir samanborið við 8,0 milljónir árið 2004.

Rekstrarhagnaður (EBIT) fjórða ársfjórðungs var 1,3 milljónir (ISK 99 milljónir) samanborið við 2,8 milljónir (ISK 247 milljónir) í fyrra.

Hagnaður á hlut á árinu 2005 var 2,42 evru cent samanborið við 3,40 evru cent á fyrra ári.

Verkefnastaða í árlok 2005 var um 16 milljónir evra samanborið 20 milljónir evra í lok september síðastliðinn og 19 milljónir í lok ársins 2004.

Samstæða Marel í lok desember 2005 samanstendur af 17 fyrirtækjum með starfsemi í 14 löndum. Þær breytingar hafa orðið á fjórða ársfjóðungi ársins 2005 að Póls hf hefur verið sameinað Marel hf og Marel TVM sameinað Marel Deutschland. Við hafa bæst Dantech Food Systems í Singapore og Carnitech/Marel s.r.o. sem er framleiðslufyrirtæki í Slóvakíu.