Gengi hlutabréfa í Marks & Spencer (M&S) féllu um 2,9% í gær þrátt fyrir að félagið hefði greint frá því að hagnaður þess á fjárhagsárinu 2007 - sem lauk 31. mars síðastliðinn - hefði hækkað um 29%. Nam hagnaðurinn samtals 965,2 milljónum punda, sem var aðeins yfir því sem greiningaraðilar höfðu að meðaltali spáð.

M&S sagði að rekstur félagsins það sem af er nýju fjárhagsári gengi vel þrátt fyrir að samkeppni á markaðinum væri grimm. Taldi framkvæmdastjórinnn Stuart Rose að von væri á enn harðara samkeppnisumhverfi, auk þess sem fyrirsjáanlegt er að Englandsbanki muni hækka stýrivexti sína á árinu.