Lyfjaframleiðandinn Merck hefur greint frá því að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi hafi aukist um 12% frá því á sama tíma og í fyrra. Samtals nam hagnaður félagsins 1,68 milljörðum Bandaríkjadala, eða 77 sentum á hvern hlut. Helsta ástæðan fyrir góðri afkomu fyrirtækisins er rakin til góðrar sölu á ofnæmis-, kólesteról- og bóluefnalyfjum. Sölutekjur Merck hækkuðu um 5,9% og námu samtals 6,11 milljörðum dala. Afkoman var vel yfir væntingum greiningaraðila.