Milestone hagnaðist um 27.164 milljónir króna á fyrrihluta ársins og er það 15-földun á hagnaði félagsins frá fyrra ári. Þá var hagnaður félagsins eftir skatta 1.919 milljónir króna. Hagnaður fyrir skatta núna var 32,8 milljarðar króna. Heildareignir félagsins nema 386.7 milljörðum króna.

Félagið hefur lokið sölu sinni á hlut sínum í Actavis en markaðsvirði hans var 17.791 milljónir króna.

Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 160,1% á fyrri hluta ársins. Fjárfestingatekjur námu 36,9 milljörðum króna.  Rekstrartekjur námu 9,9 milljörðum króna. Eigið fé nam 74,1 milljarði króna þann 30. júní 2007. Eiginfjárhlutfall samstæðu nam 19,2% og eignarfjárhlutfall móðurfélags nam 43,4%.

Milestone seldi 13% hlut í Glitni banka fyrir 54 milljarða króna þann 5. apríl 2007. Glitnir var ein af kjarnaeignum Milestone og reyndist vera mjög arðsöm fjárfesting. Milestone og tengdir aðilar eiga 7% hlut í Glitni banka eftir söluna.

Milestone innleysti á tímabilinu góðan hagnað á hlut sínum í bresku matvöruverslanakeðjunni, Iceland.

Guðmundur Ólason, forstjóri segir í tilkynningu: "Hagnaður og vöxtur Milestone á fyrri hluta árs 2007 sýnir vel mikinn styrk og sveigjanleika samstæðunnar. Góður árangur dótturfélaga í fjármálaþjónustu skýrir mikinn vöxt Milestone og sýnir jafnframt aukna áherslu okkar á þá starfsemi. Yfirtakan á Invik var stórt skref fyrir Milestone en Invik mun leika lykilhlutverk í frekari vexti okkar á Norðurlöndum. Framtíðarsýn okkar er að festa Milestone í sessi sem öfluga fjármálasamstæðu, skipaða hæfu starfsfólki sem skilar fyrirtækinu áfram framúrskarandi árangri.?