Hagnaður Milestone á árinu 2006 nam 21,4 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2006, samkvæmt rekstrarreikningi. Félagið birti uppjör sitt í dag
Eigið fé sjóðsins í árslok nam ríflega 43,7 milljörðum króna sem er aukning um 69% frá ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var í árslok 26% en eiginfjárhlutfall móðurfélagsins var 43%.
Arðsemi eign fjár var 92% í árslok.. Heildareignir í árslok námu ríflega 170 milljörðum króna og jukust um 102% á árinu.
Helstu fjárfestingar ársins voru þær að í byrjun maí keypti Milestone 33% hlut Glitnis í Sjóvá.
Í lok ársins var tilkynnt um stofnun nýs íslensks fjárfestingabanka, Askar Capital, með sameiningu Sjóvá fjármögnunar, Ráðgjafar og efnahagsspár og Aquila Venture Partners.