Hagnaður af rekstri MP Fjárfestingarbanka hf. á árinu 2006 nam 1.315 milljónum króna samanborið við 613 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár jafngildir 39,6% ávöxtun á ársgrundvelli.

Vaxtatekjur námu 2.401 milljónum króna og hækkuðu um 254% frá árinu áður. Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 65 milljónir króna.

Hreinar rekstrartekjur námu 2.175 milljónum króna og hækkuðu um 126% frá árinu áður.

Þjónustutekjur námu 1.052 milljónir króna og hækkuðu um 56% frá árinu áður. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi nam 1.059 milljónum króna samanborið við 286 milljónir króna árið áður.

Önnur rekstrargjöld hækkuðu um 92% frá árinu áður og námu 565 milljónum króna. Þessi hækkun er þó í samræmi við mikinn vöxt bankans á árinu 2006.

Framlag í afskriftareikning nam 100 milljónum króna. Afskriftareikningur útlána í lok ársins nam 41 milljónum króna eða 0,6% af útlánum og veittum ábyrgðum.

Útlán til viðskiptamanna í árslok 2006 voru 7.189 milljónum króna samanborið við 2.900 milljónir króna í ársbyrjun.

Heildareignir bankans í árslok 2006 voru 42.733 milljónum króna samanborið við 25.101 milljónir króna í ársbyrjun. Hækkunin er 70%. Eigið fé í árslok nam 5.077 milljónum króna samanborið við 3.347 milljónum króna í ársbyrjun. Hækkunin er 1.730 milljónir króna eða 52%.

Á árinu var hlutafé hækkað um 70 milljónir króna að nafnverði. Söluverð hlutafjárins nam 565 milljónum króna.

Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar í árslok var 19,2% en í ársbyrjun var það 28,5%.


Aðalfundur MP Fjárfestingarbanka verður haldinn í lok mars. Stjórn félagsins mun leggja fram tillögu um að greiddur verði 18% arður eða 192,6 millj. kr. Það svarar til 14,6% af hagnaði ársins.