Hagnaður bresku stórvöruverslunarkeðjunnar Marks & Spencer jókst um 35% fyrstu þrjá mánuði ársins í 751,4 milljónir punda (102,6 milljarðar króna) úr 556,1 milljón punda á sama tíma í fyrra.

M&S birti uppgjör sitt í dag og jukust sölutekjur um 4% í 7,8 milljarða punda úr 7,5 milljörðum.

Stuart Rose, forstjóri félagsins, segir ástæðuna vera bætt vöruúrval og sterk kvenfatalína ?Ef konur geta nálgast góða vöru þá segja þær vinum sínum frá því, kærustum og eiginmennirnir koma einnig til að versla," sagði Rose um hagnaðaraukninguna.

Baugur og FL Group seldu nýlega 40 milljón eignarhluti sína í Marks & Spencer og talið er að samanlagður gengishagnaður af sölunni sé í kringum 6,5 milljarðar króna, en Baugur átti um 60% hlutanna og FL Group afganginn.

M&S samþykkti einnig nýlega að kaupa 28 búðir af Iceland-verlsunarkeðjunni, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra fjárfesta, fyrir 38 milljónir punda.