Hagnaður N1 á fyrri hluta ársins nam rétt rúmum 98 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 839 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartekjur félagsins nema 19,7 milljörðum króna en þær námu 14 milljörðum á sama tímabili árið 2007.

Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 1,3 milljarða króna á fyrri hluta þessa árs en voru jákvæðir um 837 milljónir á sama tímabili árið 2007.

Hinn 30. júní nam bókfært verð eigna félagsins 25,1 milljarði króna og hafa hækkað úr 20 milljörðum um áramót. Heildarskuldir félagsins stóðu í 19,2 milljörðum í lok júní samanborið við 14,7 milljarða í lok árs 2007.

Þá nam eigið fé 5,9 milljörðum í lok júnímánaðar þessa árs og eiginfjárhlutfallið þar af leiðandi 23,7%.