Hagnaður Nokia á 2. ársfjórðungi nam 1,1 milljarði evra. Það er 61% minni hagnaður en á 2. fjórðungi ársins 2007.

Hagnaðurinn var undir væntingum, en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,26 milljarða evra. Farsímasala Nokia jókst hins vegar um 21% á fjórðungnum, í 122 milljón síma.

Veik staða Bandaríkjadals hefur áhrif á Nokia, en um helmingur sölutekna félagsins er í Bandaríkjadölum. Evra er hins vegar uppgjörsmynt félagsins og því hefur veik staða dalsins mikil áhrif á uppgjörið.

Gengi Nokia hækkaði um 7,9% í kauphöllinni í Helsinki í dag.

Vegvísir Landsbankans greindi frá þessu.