Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði 44% meiri hagnaði á fjórða ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 1,84 milljörðum evra en tekjur námu 15,72 milljörðum evra sem var 34% aukning á milli ára, að því er fram kemur í frétt frá greiningardeild Kaupþings.

Framlegðarhlutfallið hækkaði úr 13% í 15,7%. Gengi félagsins rauk upp 14%, upp í 23,7 evrur á hlut, sem er mesta hækkun á einum degi frá því árið 2000, því er fram kemur hjá greiningardeildinni. Markaðshlutdeild vex Markaðshlutdeild Nokia er um 40% og hefur verið að aukast á kostnað samkeppnisaðila, bendir greiningardeildin á.

Samanlögð hlutdeild Motorola, Samsung og Ericsson, þriggja stærstu keppinautanna, nær þannig ekki að slaga upp í stöðu Nokia, segir í fréttinni.

Finnski farsímarisinn hefur verið að vaxa hratt á nýmörkuðum og víðast hvar í Evrópu. Sala á símum jókst um 42% í Asiu, um 12% í Evrópu en 14% samdráttur varð í Norður-Ameríku.

Nokia vegur þungt Gengisþróun Nokia hefur mikil áhrif á finnska hlutabréfamarkaðinn; finnska úrvalsvísitalan OMXH25 hafði hækkað um 6,5% í dag. Vægi félagsins er um 41% í HEX-heildarvísitölunni en um 11% í OMXH25. Finnska aðalvísitalan gaf bestu ávöxtun norrænnu hlutabréfavísitalnanna á síðasta ári, þökk sé að stórum hluti gengi Nokia sem hækkaði þá um 71%, að því er fram kemur hjá greiningardeildinni.