Hagnaður Norræna fjárfestingabankans dróst saman í 165 milljónir evra (14 milljarðar íslenskra króna) árið 2005 úr 172 milljónum evra árið 2004, segir í fréttatilkynningu.

Þar segir að ástæðan hafi verið að verðlækkun á hlutabréfasafni bankans á tímabilinu.

Hins vegar jukust vaxtatekjur bankans um sex milljónir evra í 169 milljónir á tímabilinu og jukust útlán um 14% og numu útistandandi lán í árslok árið 2005 tæpum 12 milljörðum evra.