Norsk Hydro tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um 68,4% á fjórða ársfjórðungi þess, sem endurspeglaði þá ákvörðun að afskrifa að hluta til eignir sínar.

Norska olíu- og álfyrirtækið hagnaðist um 1,32 milljarða norskra króna, samanborið við 4,19 milljarða á sama tímabili árið 2005. Samkvæmt spá fyrirtækisins er gert ráð fyrir minni vexti á álmarkaðnum á þessu ári heldur en því síðasta, eða um sjö prósent.

Eftirspurn í Kína eftir áli skiptir þar mestu máli, en aðeins er búist við 2,5% og 1,5% vexti í Evrópu og Bandaríkjunum.