Finnska fjármálafyrirtækið Norvestia, sem er hluti af Kaupþings banka samstæðunni, segir í tilkynningu að hagnaður félagsins fyrir skatta hafi dregist saman í 7,97 milljónir evra (744 milljónir íslenskra króna) á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 úr 14,6 milljónum evra á sama tímabili í fyrra.

Novestia er skráð í kauphöllina í Helsinki og sérhæfir sig á fjárfestingum í norrænum hlutabréfum, hlutabréfasjóðum og vogunarsjóðum (e. hedge funds).