Hagnaður lettneska bankans Norvik Bank, áður Lateko Banka, féll um 42,5% á árinu 2006 í 4,87 milljónir evra (467 milljónir króna), samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri bankans.

Stærsti hluthafinn í Norvik Banka er íslenska eignarhaldsfélagið Straumborg með 51,06%. Þrátt fyrir samdrátt hagnaðar bankans, jukust innlán um 7,2% og útlánasafn bankans óx um 67% á milli ára.