Hagnaður lettneska bankans Norvik Banka dróst saman um 42,7% á síðasta ári í tæplega fimm milljónir evra, sem samsvarar um 450 milljónum króna. Þetta kemur fram ársskýrslu bankans.

Straumborg Jóns Helga Guðmundssonar er stærsti hluthafinn í Lateko með 51,% hlut.

Stjórnendur Lateko segja að ástæðan fyrir samdrættinum sé aukinn kostnaður vegna vaxtar og endurskipulagningar, en bankinn hefur aukið fjölda útibúa og hóf starfsemi í Armeníu á árinu sem leið.

Stefnt er að því að Lateko verði á meðal fimm stærstu banka Lettlands. Heildareignir Lateko jukust um 15% á árinu 2006.