Svissneski lyfjaframleiðandinn Novartis greindi frá því í gær að hagnaður félagsins hefði aukist um 11% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þessi góða afkoma fyrirtækisins var drifin áfram af öflugri sölu á háþrýstings- og krabbameinslyfum. Hagnaður Novartis nam samtals 2,17 milljörðum Bandaríkjadala og var nokkuð yfir því sem greiningaraðilar höfðu spáð, en að meðaltali gerðu þeir ráð fyrir hagnaði upp á 1,89 milljarða dollara. Stjórnendur Novartis sjá fram á enn meiri vöxt í lyfjaiðnaðinum á næstu árum.