Samkvæmt ársreikningi Nýsis hf. nam hagnaður af starfsemini á síðasta ári 1.623 milljónum samanborið við 844 milljónir árið áður.

Fastafjármunir námu í árslok 15.285 milljónum króna og veltufjármunir 1.064 milljónum króna. Eignir voru samtals 16.349 milljónir og skuldbindingar samstæðunnar námu 12.464 milljónum. Eigið samstæðunnar í árslok var 3.885 milljónir að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Velta samstæðunnar á árinu var 1.358 milljónir króna.

Ársreikningur Nýsis hf. er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga. Í árslok eru dótturfélögin: Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. (Nýsir FM), Stofn fjárfestingarfélag ehf. og Nysir UK.

Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. eru: Grípir ehf., Þekkur ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf., Hafnarslóð ehf., Laugahús ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf.

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes (75%), Faxafen (50%), Hraðbraut (50%) og Salus (50%) og Mostur ehf (50%). Dótturfélag Mosturs ehf er Gránufélagið ehf.

Dótturfélag Nysir UK er NYOP Ruthin Limited.

Öll ofangreind félög eru innifalin í samstæðureikningnum.