Hagnaður OMX Kauphallarinnar hækkaði í 257 milljónir sænskra króna (2,5 milljarðar króna) á fyrsta fjórðungi úr 244 milljónum sænskra króna (2,3 milljarðar króna ) á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram fram í tilkynningu.

Tekjurnar hækkuðu í 1.062 milljónir sænskra króna (10,1 milljarðar króna) á fjórðungnum, samanborið við 903 milljónum sænskra króna (8,6 milljarðar króna) á sama tímabili í fyrra.

Aukinn hagnað má að mestu rekju til met viðskiptafjölda á OMX í Norðurlöndum, að sögn Magnus Böcker, forstjóra OMX.

OMX rekur kauphallir á Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.