Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu 9 mánuðum ársins var 3.560 milljónir króna samanborið við 546 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur Orkuveitu Reykjavíkur á tímabilinu námu um 10.302 milljónum króna en voru rúmlega 9.061 milljónir á sama tímabili árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 6.037 milljónir króna samanborið við 5.668 milljónir króna á sama tíma 2004. Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna voru 2.350 milljónir króna á árinu en 2.651 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 1.657 milljónir króna. Á sama tímbili árið áður voru fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 211 milljónir króna.

Heildareignir í lok september voru 80.888 milljónir króna.

Eigið fé í lok tímabilsins var 44.417 milljónir króna.

Heildarskuldir í lok september voru 36.387 milljónir króna.

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 54,9% en var 54,3% á sama tíma árið áður.