Hagnaður Össurar á öðrum fjórðungi var 1,5 milljónir Bandaríkjadala (94,4 milljónir íslenskra króna) samanborið við 2,1 milljón Bandaríkjadala á öðrum fjórðungi 2006.

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 17,4 milljónir dala (110,4 milljónir íslenskra króna), jókst um 32% frá öðrum ársfjórðungi 2006.

Sala var 88 milljónir Bandaríkjadala (5,6 milljarðar íslenskra króna), jókst um 34% frá öðrum fjórðungi 2006. Söluaukning vegna innri vaxtar var 8% og pro forma söluaukning var 7%.

EBITDA hlutfall var 19,7%, samanborið við 20,1% fyrir sama tímabil í fyrra.

"Við sjáum skýr merki um viðsnúning í Evrópu," segir Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins í tilkynningu, "á meðan það er tímabundinn samdráttur í Bandaríkjunum vegna umfangsmikillar endurskipulagningar á sölukerfi fyrir spelkur og stuðningsvörur. Umbreytingin á sölukerfinu í Bandaríkjunum er lokaáfanginn í samþættingu á stuðningstækjafyrirtækjunum, sem keypt hafa verið í Norður- Ameríku, inn í sterka samstæðu Össurar. Við erum bjartsýn á að breytingarnar muni skila verulega jákvæðum áhrifum á næstu fjórðungum. Sala á stoðtækjum gengur vel og er í takt við markmið fyrirtækisins um 8-12% vöxt. Hátæknivörur Össurar halda áfram að fá verðskuldaða athygli í fjölmiðlum sem og hjá fagfólki og notendum.?


Niðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins

Sala var 168,4 milljónir Bandaríkjadala (11.1 milljarður íslenskra króna) á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er aukning um 34% frá sama tíma fyrir ári. Söluaukning vegna innri vaxtar var 6% og pro forma söluaukning var 7%.

Tap fyrstu sex mánuði árssins er 1,2 milljónir Bandaríkjadala (81.8 milljónir íslenskra króna) samanborið við 2,7 milljón dala hagnað fyrir sama tímabil 2006.

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 27,6 milljónir dala (1,8 milljónir íslenskra króna), jókst um 27% frá sama tímabili 2006 .

EBITDA hlutfall var 16,4%, samanborið við 17,3% fyrir sama tímabil í fyrra.