Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðung var 3,9 milljónir dala eða 281 milljón íslenskra króna og ríflega tvöfaldaðist frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður var 5,6 milljónir dala eða 409 milljónir íslenskra króna og jókst um 121% milli ára.

Sala á öðrum ársfjórðungi nam 31,8 milljónum Bandaríkjadala eða 2,3 milljörðum íslenskra króna samanborið við 22,7 milljónir á öðrum fjórðungi á fyrra ári.

Sala jókst um 40% í Bandaríkjadölum en mælt í staðbundinni mynt var aukningin 38% milli ára. Ef söluaukning vegna fyrirtækjakaupa er undanskilin jókst sala í staðbundinni mynt um tæplega 15%.

Hagnaður á hlut (EPS) á öðrum fjórðungi 2004 var 1,22 bandarísk sent samanborið við 0,59 sent á hlut á öðrum fjórðungi 2003.