Hagnaður Össurar á fyrsta fjórðungi ársins var verulega umfram spár greiningadeilda bankanna en meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á tveggja milljóna dala hagnað en hagnaður reyndist vera 6,7 milljónir dala.

Skýringanna er þó ekki að leita í sölu umfram spár því að meðaltali spáðu bankarnir Össuri tekjum upp á um 93 milljónir dala en þær reyndust vera rétt tæpir 90 milljónir dala.

Þess ber að geta í þessu sambandi að að aðrar rekstrartekjur Össurar námu 5,7 milljónum dala á fyrsta fjórðungi en voru hverfandi á sama tímabili í fyrra. Þar af voru bókfærðar 5,5 milljónir dala tekjumegin á rekstur vegna sölu á sáraumbúðavörulínu félagsins.

Sölutekjur Össurar jukust um tæp 12% milli tímabili en á sama tíma jókst kostnaður félagsins mun minna: kostnaðarverð seldra vara jókst um 1,6% og sölu- og markaðskostnaður um 5,7%.

Þá lækkaði skrifstofu- og stjórnunarkostnaður um 3% milli tímabili en þó er tekið fram að hann hafi verið óvenju hár, m.a. vegna starfslokagreiðslna vegna endurskipulagningar á sölukerfi í Ameríku, kostnaðar vegna málaferla og vegna samþættingu á Somas.