Samkvæmt uppgjöri Rekstrarfélags Kaupþings banka hf fyrir árið 2005 var hagnaður eftir skatta 866 milljónir samanborið við 593 milljónir árið á undan.

Hreinar rekstrartekjur námu 1.715 milljónum króna samanborið við 1.015 milljónir árið áður og jukust um 69%. Heildareignir félagsins námu 2.236 milljónum króna en voru 1.102 milljónir króna í ársbyrjun. Eigið fé í lok júní nam 1.665 milljónum en var 798 milljónir í ársbyrjun.

Rekstrarfélagið sér meðal annars um eignastýringu og rekstur á sjö verðbréfasjóðum, ellefu fjárfestingasjóðum og einum fagfjárfestasjóð. Verðbréfasjóðurinn ICEQ og fagfjárfestasjóðurinn CDO 1 eru skráðir í Kauphöll Íslands og eru sérstakir ársreikningar gerðir fyrir þá sjóði og þeir birtir sérstaklega í fréttakerfi Kauphallarinnar.