Hagnaður Reykjanesbæjar árið 2007 nemur tæplega 2,5 milljörðum króna, þar af er söluhagnaður af bréfum í HS hf tæpir 1,9 milljarðar króna, að því er segir í fréttatilkynningu.

Eignir á hvern íbúa vaxa um 15,8% eða sem nemur 123 þúsund krónur á milli ára og eru nú 901 þúsund kónur. Skuldir á hvern íbúa lækka um 6,7% eða sem nemur 23 þúsund krónur og eru nú 324 þúsund krónur.

Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs hefur vaxið úr 33,5%  í 45,8% á milli ára.

Þessar niðurstöður benda til að um leið og íbúum Reykjanesbæjar fjölgar ört hefur efnahagsleg staða sveitarfélagsins styrkst umtalsvert, segir í fréttatilkynningu.