Námu- og álrisinn Rio Tinto þrefaldaldaði hagnað sinn á fyrri helmingi þessa árs.  Hagnaður félagsins var 5,85 milljarður dala en var 1,62 milljaður árið á undan.  Árangurinn er hærra hrávöruverði að þakka og aukin eftirspurn, aðallega eftir járni.

Rio Tinto er þriðja stærsta námufyrirtæki í heimi.  Félagið er mjög skuldsett eftir kaupin á kanadíska álframleiðandanum Alcan en kaupverðið var 38 milljarðar dollara.  Mikill árangur hefur náðst í lækkun skulda undanfarið, en þær hafa lækkað úr 39 milljörðum dollara 2009 í 12 milljarða dollara nú.