Rússneska olíufyrirtækið Rosneft sem er í eigu hins opinbera þar í landi greindi frá því í gær að hagnaður félagins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði dregist saman um 55%, sökum skattagreiðslna sem fyrirtækið þurfti að inna af hendi vegna Yuganskneftegaz framleiðslueiningar sinnar. Nam hagnaður fyrirtækisins samtals 358 milljónum Bandaríkjadala, en markaðsaðilar höfðu að meðaltali gert fyrir því að hagnaðurinn myndi vera ríflega 600 milljónir dala. Hins vegar sagðist fyrirtækið eiga von á því að fá um 10,1 milljarð dala vegna gjaldþrotaskipta á eignum Yukos orkufyrirtækisins.