Royal Bank of Scotland (RBS) greindi frá því í gær að hagnaður bankans fyrir árið 2006 hefði aukist um 15% frá því árið á undan. Nam hagnaður bankans 6,2 milljörðum punda, samanborið við 5,39 milljarða punda árið 2005.

Tekjur RBS, sem er annar stærsti banki Bretlands, hækkuðu úr 25,57 milljörðum punda upp í 28 milljónir punda, eða um tíu prósent. Hlutabréf bankans hækkuðu um 1,8% í kjölfar þess að afkoma RBS var birt í gær.