Hagnaður þýska orkufyrirtækisins RWE jókst um 61% á þriðja ársfjórðungi og hefur fyrirtækið hækkað afkomuspá sína fyrir árið, en það er vegna óreglulegra tekjuþátta, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður RWE, sem er stærsti orkuframleiðandi Þýskalands, nam 433 milljónum evra (37,6 milljörðum króna) á tímabilinu, samanborið við 270 milljónir evra (23,4 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra.

Fyrirtækið hyggst selja Thames Water einingu sína í Bretlandi og væntir þess að söluverðið verði 700 milljónir evra (60,7 milljarða króna).