Hagnaður Ryanair dróst saman um 21% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, segir greiningardeild Landsbanks og bætir því við að það sé þriðji ársfjórðungur í bókum félagsins. Félagið hagnaðist um 2,8 milljarða króna á ársfjórðingnum. Á sama tímabili, í fyrra, var hagnaðurinn 3,5 milljarðar króna.

Afkoman er undir væntingum markaðsaðila. Ástæður þess að hagnaður félagsins er minni en búist var við er að ytri aðstæður hafi verið frekar óhagstæðar á síðustu misserum. Aftur á móti er tekjuvöxtur félagsins góður.

Tekjur félagsins jukust um 27% á milli ára og námu 28 milljörðum króna á tímabilinu.

Ef frá er talinn hækkandi eldsneytiskostnaður dróst heildarkostnaður félagsins saman um 6%.

Eldsneytiskostnaður jókst um tæp 60% og nam 8,7 milljörðum króna. Félagið á framvirka samning sem ver það gegn frekari hækkunum á yfirstandi fjórðungi. Fyrsta apríl munu allir slíkir renna út, segir greiningardeildin.

Félagið mun ekki taka jafn virkan þátt í verðstríðinu á flugmarkaðinum og það hefur gert undanfarið. Forsvarsmenn Ryanair útiloka ekki að verð á flugmiðum félagsins hækki á árinu vegna hækkandi eldsneytiskostnaði.

Félagið flutti 8,6 milljónir farþega á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það er 26% aukning á milli ára.

Til samanburðar jókst farþega fjöldi easyJet um 11,1% á sama tímabili en félagið flutti um 7,4 milljónir farþegar.

Fyrirhugað er að fjölga leiðum og bæta þjónustu. Félagið mun fá 31 nýja flugvél á þessu ári og auk þess verða um 300 nýir flugstjórar ráðnir til starfa.