Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hækkaði um 24% á öðrum fjórðungi fjárhafsárs fyrirtækisins, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður flugfélagsins nam 213,4 milljónum punda (27,5 milljörðum króna), samanborið við 172,5 milljónir punda (22,3 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra. Greiningaraðilar höfðu spáð 205 milljón punda (26,5 milljarða krónu) hagnaði. Ryanair hefur aukið afkomuspá sína fyrir árið og spáir nú 16% hagnaðaraukningu í stað 11%.

Fargjöld fyrirtækisins voru hækkuð um 6% á tímabilinu, en það hafði meira vægi í uppgjörinu en hækkandi eldsneytiskostnaður, segir í fréttinni.

Farþegar flugfélagsins voru 11,5 milljón talsins á fjórðungnum, sem er 21% aukning frá sama tímabili í fyrra.