Samkaup tvöfaldaði hagnað sinn á milli ára en félagið var rekið með 314 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta félagsins jókst um ríflega 18% og nam ríflega17,4 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 750 milljónum króna og jókst um tæplega 7% á milli ára. Eigið fé félagsins er um 1500 milljónir króna og skammtímaskuldir 2300 milljónir króna.

Aðalfundur félagsins var haldinn í vikunni. Að sögn Ómars Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Samkaupa, eru þeir þokkalega sáttir við niðurstöðuna í ljósi þess hvernig efnahagsástandið hefur verið.

Samkaup reka tugi verslana undir vörumerkjunum Strax, Úrval, Nettó, kaskó og Hyrnunni.

Kaupfélag Suðurnesja og og Kaupfélag Borgfirðinga eru aðaleigendur Samkaupa hf.