Hagnaður Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga sem heldur um eignarhlut þeirra í Landsbankanum, var rekið með 3,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam í heild 5,1 milljarði króna.

Þessar upplýsingar koma fram í skráningarlýsingu skuldabréfa sem gefin voru út fyrr á þessu ári. Í samandregnu yfirliti kemur fram að hreinar rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins hafi munið tæpum 4,5 milljörðum króna en rekstrargjöld aðeins 42,5 milljónum króna.

Eignarhluti Samson í Landsbanka Íslands er bókfærður á rúman 31 milljarð króna en aðrar eignir er um 3 milljarðar króna. Eigið fé nam alls í lok júní sl. 15,7 milljörðum króna og hafði aukist um nær 4,4 milljarða á árinu. Heildarskuldir í lok júní námu 18,5 milljörðum. Á fyrstu sex mánuðum ársins námu fjárfestingarhreyfingar alls 4,5 milljörðum króna borið saman við 3,3 milljarða allt síðasta ár.