Santander, stærsti banki Spánar að markaðsvirði, tilkynnti í gær að hagnaður bankans hefði aukist um 54% á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaður Santander samtals 2,66 milljörðum evra, sem var í takt við væntingar greiningaraðila, en samkvæmt skoðanakönnun Dow Jones-fréttaveitunnar var gert ráð fyrir hagnaði upp á 2,54 milljarða evra.

Bankinn sagði að hagnaðaraukninguna mætti einkum skýra með mikilli lánastarfsemi Santander í Evrópu og Suður-Ameríku, auk fjármagnshagnaðar upp á 566 milljónir evra vegna sölu á hlut bankans í ítalska félaginu Intesa Sanpaolo.