Hagnaður norræna flugfélagsins SAS var 536 milljón SEK á þriðja ársfjórðungi sem er langt undir meðalspá greinenda sem áttu von á 743 milljónum SEK samkvæmt því sem segir í Vegvísi Landsbankans. SEK.

Hagnaðurinn dregst saman um 32.6% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Samdrátturinn stafar m.a. af vandræðum félagsins í kjaradeilum við starfsfólk sitt sem og ítrekaðra óhappa með flugvélar sínar. Vegna þessa hefur þurft að aflýsa fjölda flugferða undanfarið.


Hátt eldsneytisverð og dýrt samstarf

Eldsneytisverð hefur einnig gert SAS erfitt fyrir og komið hart niður á rekstrinum. ECA, samstarf milli British Midland, Lufthansa og SAS, hefur verið dýr baggi fyrir SAS en því samstarfi lýkur um næstu áramót. Þrátt fyrir þetta hefur farþegum fjölgað hjá SAS og hafa næstum 41 milljón farþega ferðast með þeim á síðustu 12 mánuðum. Stjórnendur SAS bjartsýnir á að reksturinn muni jafna sig. Við opnun markaða í dag lækkuðu bréf SAS um 0,25%.