Sears Holding tilkynnti í gær að hagnaður félagsins hefði aukist um 27% á fjórða ársfjórðungi þess, sem lauk þriðja febrúar síðastliðinn, sökum aukinnar sölu verslunarkeðjanna Kmart og Sears, sem Sears Holding er eigandi að.

Hagnaður fyrirtækisins var 820 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 648 milljónir dala á sama tímabili fyrir ári. Afkoman var örlítið yfir væntingum, en greiningaraðilar höfðu spáð hagnaði á milli 750 til 830 milljóna dollara.