Royal Dutch Shell, næst stærsta olíufyrirtæki heimsins í einkaeigu, greindi frá því í gær að hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði aukist um 6% frá því á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir lækkandi olíuverð á heimsmarkaði og pólitíska ólgu sem ríkt hefur í Nígeríu. Hagnaður Shell nam samtals 7,28 milljörðum Bandaríkjadala á ársfjórðungnum, eða 1,15 dollarar á hlut.

Fyrirtækið sagði að olíuframleiðsla þess að meðaltali á dag á fyrstu þremur mánuðum ársins hefði minnkað um 6% og verið 3,51 milljónir tunna, miðað við 3,75 milljónir tunna á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Shell hækkuðu um 2,1% í kjölfar afkomutilkynningarinnar.