Hagnaður þýsku samsteypunnar Siemens næstum áttfaldaðist á síðasta fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður Siemens nam 614 milljónum evra (53,3 milljörðum króna) á fjórðungnum, samanborið við 77 milljónir evra (6,7 milljörðum króna) á sama tímabili í fyrra, en greiningaraðilar höfðu spáð 847 milljóna evru (73,5 milljarða krónu) hagnaði.

Sala jókst um 8% á tímabilinu og nam 23,92 milljörðum evra. Tap hefur verið á deildum fjarskipta og viðskiptalausna, en afkomuspá fyrir næsta ár er þó óbreytt.