Samkvæmt ársuppgjöri Síldarvinnslunnar var hagnaður ársins 2005, 413 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 932 milljónir á síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA hagnaður) nam 1.632 milljónum króna eða 22% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 1.126 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 1.064 milljónum króna.

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2005 voru alls 7.269 milljónir króna og kostnaðarverð sölu nam 6.074 milljónum króna. Vergur hagnaður var því 1.195 milljónir króna. Aðrar tekjur samstæðunnar voru 598 milljónir króna.

Útflutningskostnaður var 603 milljónir króna, skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 229 milljónir króna og annar rekstrarkostnaður nam 147 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður var því 815 milljónir króna. Hlutdeild í tapi hlutdeildarfélaga nam 117 milljónum króna. Fjármunatekjur voru 311 milljónir króna og fjármagnsgjöld námu 406 milljónum króna á árinu 2005. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 564 milljónum króna.

Reiknaðir skattar námu 151 milljónum króna og var því hagnaður ársins 413 milljónir króna.

Hagnaður árið 2005 var mun lakari en árið á undan og skýrist það fyrst og fremst af háu gengi krónunnar, minni kolmunnaveiðum- og vinnslu og hærra olíuverði. Þá var engin sumarveiði á loðnu á árinu 2005.