Hagnaður af rekstri Sjóvá eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins nam var 3.4 milljörðum króna, samanborið við 1,03 milljarða á sama tímabili í fyrra, segir í fréttatilkynningu.

Hagnaður af vátryggingarekstri var um 262 milljónir króna í samanburði við 99 milljónir árið áður og hagnaður af fjármálarekstri 3.9 milljarðar króna í samanburði við 1.1 milljarða fyrstu þrjá mánuði árið 2005.

?Tjón og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum fyrstu þrjá mánuði ársins 2006 lækkar um 4% í skaðatryggingum. Enn erum við mun hærri en félög í samkeppnislöndum okkar en erum þó að ná forystu í þessum efnum hér á markaðnum," segir Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár.

Í tilkynningu Sjóvár segir helsta ástæða bættrar afkomu í vátryggingarekstri félagsins er lækkun rekstrarkostnaðar en hann lækkar um 13% milli ára. Bókfærð tjón aukast hins vegar um 10%.

?Sjóvá er að ná umtalsverðum árangri í að lækka rekstrarkostnað sinn," segir Karl Wernersson stjórnarformaður félagsins. ?Við höfum lagt áherslu á að bæta reksturinn og það er að skila árangri."

Eigið fé félagsins var 6,7 milljarðar í lok fyrsta ársfjórðung 2005 en er 10,1 milljarður í lok fyrsta ársfjórðungs 2006.