Hagnaður Skipta hf., móðurfélags Símans, nam 4,4 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að hagnaður skýrist einkum af söluhagnaði vegna sölu á erlendum eignum og gengisþróun íslensku krónunnar. Tap á sama tímabili árið 2009 var 1,6 milljarðar króna.

Eigið fé Skipta er 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall er 26%.

Rekstrarhagnaður fyrir afsksriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 5,1 milljarði króna samanborið við 7,1 milljarð króna á sama tímabili 2009. EBITDA-hlutfall var 19%.

„Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 5,3 milljörðum krónasamanborið við 7,1 milljarða á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og skattanam handbært fé frá rekstri 3,1 milljarði króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 2,4 milljarða króna og þar af nemur gengishagnaður 1,3 milljörðum króna.

Vaxtaberandi skuldir að frádregnum innistæðum (nettó vaxtaberandi skuldir)námu 43,5 milljörðum króna við lok tímabilsins en voru 52,8 milljarðar á samatíma ári áður og hafa því lækkað um 9,3 milljarða króna.

Skipti hf. hafa í öllum meginatriðum lokið samningum við lánardrottnafélagsins og er vinna við skjalagerð á lokastigi. Í samkomulaginu felst meðalannars að Skipti greiða niður alls um 19 milljarða króna af lánum félagsins.Eftir að sú greiðsla hefur verið innt af hendi fer eiginfjárhlutfall Skipta íum 31%.

Skipti hafa selt Já upplýsingaveitur. Söluhagnaður Skipta af viðskiptunumnemur um 1,3 milljörðum króna sem mun færast til bókar á fjórða ársfjórðungi2010. Greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. Þegar Skipti hafa greitt afrakstursölunnar inn á lán félagsins mun eiginfjarhlutfall Skipta verða um 33%.“

Afkomutilkynning Skipta .