Hagnaður franska bankans Societe Generale á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam 183 milljónum evra samanborið við 1,1 milljarð evra á sama tíma í fyrra.

Hagnaðurinn dregst því saman um 84% milli ára.

Í uppgjörstilkynningu kemur fram að bankinn hafi komið illa út úr fjármálakrísunni en afskriftir bankans á tímabilinu nema tæpum 450 milljón evrum.

Þrátt fyrir þetta segjast stjórnendur bankans vera í stakk búnir að halda starfsseminni áfram og snúa henni til betri vegar.

Gengi Societe Generale hefur hækkað um 2% á mörkuðum í París það sem af er degi.