Hagnaður franska bankans Societe Generale á öðrum ársfjórðungi var 644 milljónir evra, 63% minni en á sama tímabili árið 2007 þegar hagnaðurinn nam 1.744 milljónum evra.

Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt í hagnaði var afkoman betri en spár gerðu ráð fyrir og hækkuðu bréf Societe Generale um 6% í kjölfar þess að uppgjörið var kynnt.

Auk þess sem lánsfjárkreppan hefur komið illa við Societe Generale þá tapaði bankinn einnig 4,9 milljörðum evra á áhættuviðskiptum Jerome Kerviel á síðasta ári.