Sony Ericsson var með veltu uppá 1,68 milljarða evra á þriðja ársfjórðungi en fyrir sama tímabil árið 2003 var veltan 1,31 milljarður evra og eykst því um tæp 29%. Sony Ericsson skilaði einnig auknum hagnaði eða 90 milljónum evra miðað við 62 milljónir evra fyrir sama tímabil árið 2003. Hagnaður Sony Ericsson jókst því um rúmlega 45% á milli tímabila. Aukin sala og hagnaður skýrist að miklu leyti af sölu myndavélasíma en um 60% síma sem félagið seldi á tímabilinu voru með slíkum búnaði.

Sony Ericsson er fimmti stærsti farsímaframleiðandi heims með tæplega 7% markaðshlutdeild.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.