Sony Ericsson, fjórði stærsti farsímaframleiðandi í heiminum, greindi frá því í dag að hagnaður félagsins hefði dregist saman um 48% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs – úr 254 milljónum evra í 133 milljónir evra.

Tekjur Sony Ericsson á fjórðungnum námu 2,7 milljörðum evra, borið saman við 2,9 milljarða evra á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu sem Sony Ericsson sendi frá sér kemur fram að fyrirtækið hafi selt 22,3 milljónir farsíma á fyrstu þremur mánuðum ársins, og nam söluverð hvers farsíma að meðatali 121 evra.

Félagið segist enn gera ráð fyrir því að farsímamarkaðurinn muni vaxa um 10% á þessu ári, að stærstum hluta mun sá vöxtur eiga sér stað í nýmarkaðslöndum.